Orðalisti

Brotaþoli

Með brotaþola er átt við þann einstakling sem brotið er gegn með refsiverðum verknaði. Brotaþoli getur þannig t.d. verið eigandi bifreiðar sem er skemmd eða maður sem verður fyrir líkamsárás.

Brotaþolar njóta ákveðinna réttinda við meðferð sakamála. Sem dæmi má nefna að brotaþoli getur átt rétt á því að honum sé skipaður réttargæslumaður sem gætir hagsmuna hans og veitir aðstoð í máli svo sem við að setja fram bótakröfu. Einnig getur brotaþoli átt rétt á bótum sem þolandi afbrota.