Skrifstofa fjármálagreininga lögreglu

Skrifstofa fjármálagreininga lögreglu tekur á móti tilkynningum um viðskipti þar sem grunur leikur á peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka. Skrifstofa fjármálagreininga lögreglu sér um greiningu á mótteknum tilkynningunum, aflar nauðsynlegra viðbótarupplýsinga og miðlar greiningunni til hlutaðeigandi yfirvalda til frekari meðferðar s.s. rannsóknar eða saksóknar.

Greiningar sem skrifstofa fjármálagreininga lögreglu framkvæmir eru annars vegar aðgerðagreining, sem beinist að einstökum málum eða tilteknum viðfangsefnum eða viðeigandi völdum upplýsingum, allt eftir tegund og umfangi fyrirliggjandi upplýsinga og notkun þeirra að greiningu lokinni, og hins vegar stefnumiðuð greining, sem ætlað er að greina þróun og mynstur við peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Hægt er að hafa samband við starfsmenn skrifstofunnar í síma 444-0200 eða í tölvupósti pt@hersak.is