Jafnréttisáætlun embættis héraðssaksóknara
Jafnréttisáætlun embættis héraðssaksóknara
1. mars 2024 – 1. mars 2027
Inngangur
Jafnréttisáætlun héraðssaksóknara byggir á lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Áætlunin var samþykkt af Héraðssaksóknara 14. febrúar 2024 og skal endurskoða á þriggja ára fresti sbr. 5. gr. laganna. Áætlunin tekur gildi þegar Jafnréttisstofa hefur samþykkt hana og er aðgengileg á innri vef embættisins.
1. Launajafnrétti
Markmið | Aðgerð | Ábyrgð | Verklok/tímarammi |
Starfsfólk skal hafa jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf óháð kyni, kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu.
|
Gera nýja stefnu í jafnlaunamálum og kynna fyrir starfsfólki.
Greina laun og fríðindi starfsmanna til að kanna hvort um kynbundinn launamun er að ræða.
Framkvæma launagreiningu þar sem kannað er hvort fólk óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
Komi í ljós óútskýrður munur á launakjörum skal sá munur leiðréttur.
|
Héraðssaksóknari, Yfirstjórn og jafnlaunahópur.
Fjármálastjóri
Héraðssaksóknari
Héraðssaksóknari |
Lokið í febrúar 2024
Mars
2024
Mars
2024
Innan tveggja mánaða frá launagreiningu ár hvert. |
2.
Laus
störf - endurmenntun
Markmið | Aðgerð | Ábyrgð | Verklok/ Tímarammi |
Að laus störf hjá embættinu standi opin fólki af öllum kynjum.
Unnið verði að því að jafna hlutföll karla og kvenna.
Að starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun sé aðgengileg öllu starfsfólki, óháð kyni. |
Í starfsauglýsingum sé hvatning til einstaklinga óháð kyni, kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu að sækja um.
Haldin sé samantekt yfir auglýst störf, umsækjendur og ráðningar.
Samantekt á samsetningu starfsmannahópsins.
Greina sókn fólks í sambærilegum störfum í endurmenntun og starfsþjálfun.
Leita skýringa og bregðast við ef fram kemur mismunur milli hópa.
|
Lögfræðingur yfirstjórnar
Fjármálastjóri
Fjármálastjóri
Yfirstjórn og lögfræðingur yfirstjórnar. |
Þegar störf eru auglýst.
Í
mars ár hvert.
Í mars ár hvert. Í mars ár hvert. |
3. Samræming vinnu og einkalífs
Markmið | Aðgerð | Ábyrgð | Verklok/tímarammi |
Að vera fjölskylduvænn vinnustaður.
Að starfsfólk sé hvatt til að axla jafna ábyrgð á fjölskyldu og heimili og nýti rétt sinn til foreldra- og fæðingarorlofs og leyfi vegna veikindi barna |
Að útbúa og kynna fyrir starfsfólki stefnu embættisins þegar kemur að samræmingu vinnu og einkalífs. Að á Innri vef sé umfjöllun um mikilvægi jafnrar þátttöku á heimilum og einnig að teknar séu saman upplýsingar um nýtingu úrræðisins og þær birtar á Innri vef. |
Yfirstjórn/ lögfræðingur yfirstjórnar.
Lögfræðingur yfirstjórnar. |
Maí ár hvert
Maí ár hvert
|
4. Vernd gegn kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni og kynferðislegri áreitni og vernd gegn óréttlæti í starfi
Markmið | Aðgerð | Ábyrgð | Verklok/tíma-rammi |
Stjórnendur tryggi gott vinnuumhverfi .
Að forvarnar- og viðbragðsáætlun sem tekur á kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni og kynferðislegri áreitni sé til fyrir vinnustaðinn.
Starfsfólk þekki réttindi sín og viti hvert það getur leitað verði það fyrir óæskilegri hegðun á vinnustaðnum.
Starfsfólk hafi góðan aðgang að öryggis-/trúnaðarmanni og viti hvaða hlutverki þeir gegni. |
Stjórnendur fái fræðslu og þjálfun þar sem áhersla er á góða stjórnunarhætti, ábyrgð stjórnenda til að tryggja gott og öruggt félagslegt vinnuumhverfi og hlutverk þeirra að stuðla að inngildandi vinnumenningu. Einnig að brugðist verði af festu við kvörtunum starfsfólks í því skyni að trygga tiltrú fólks á því að kvartanir þeirra séu teknar alvarlega.
Vinna forvarnar- og viðbragðsáætlun og kynna fyrir starfsfólki.
Fræða starfsfólk um kynbundið ofbeldi, kynbundið áreiti og kynferðislega áreitni. Forvarnar- og viðbragðsáætlun ásamt verkferlum kynnt fyrir starfsfólki og stuðlað verði að aukinni vitund um hvaða úrræði eru í boði fyrir starfsfólk sem vill kvarta undan óviðeigandi hegðun.
Trúnaðarmenn séu kosnir af starfsfólki á 2. ára fresti. Upplýsingar um trúnaðar- og öryggistrúnaðarmenn séu aðgengilegar starfsmönnum á Innri vef embættisins. Trúnaðarmenn kynni sig og hlutverk sitt fyrir starfsfólki. |
Héraðssaksóknari/lögfræðingur yfirstjórnar.
Lögfræðingur yfirstjórnar/ Öryggisnefnd
Yfirstjórn/ Lögfræðingur yfirstjórnar.
Lögfræðingur yfirstjórnar/ Öryggisnefnd/ Trúnaðarmenn.
|
Í upphafi og síðan í september ár hver.
Júní 2024
Í upphafi og síðan í september ár hver.
Júní 2024. |
5. Eftirfylgni og endurskoðun
Markmið | Aðgerð | Ábyrgð | Verklok/tímarammi |
Að jafnréttisáætlun skili tilætluðum árangri.
Að jafnréttisáætlunin sé í sífelldri þróun eins og önnur stefnumótun.
Að endurskoða og uppfæra jafnréttisáætlunina. |
Framkvæma viðhorfskönnun meðal starfsfólks með tilliti til verkefna áætlunarinnar.
Yfirferð yfir stöðu verkefna á fundi Yfirstjórnar að vori og hausti.
Vinna tillögu að nýrri jafnréttisáætlun á grundvelli reynslu, verkefna og niðurstaðna kannanna. |
Lögfræðingur yfirstjórnar
Héraðssaksóknari
Jafnlaunahópur |
Í janúar ár hvert
Í apríl og október ár hvert.
Hefja vinnu haustið 2026 og henni sé lokið fyrir Jafnlaunaúttekt vorið 2027. |
Jafnréttisáætlun Héraðssaksóknara gildir frá 1. mars 2024 og skal endurskoðuð á þriggja ára fresti, næst 1. mars 2027.
Ólafur Þór Hauksson
Héraðssaksóknari