Hvert á að tilkynna?

Senda skal tilkynningu til skrifstofu fjármálagreininga lögreglu á netfangið pt@hersak.is eða í ábyrgðarpósti til skrifstofu fjármálagreininga lögreglu, Skúlagötu 17, 101 Reykjavík.

Þegar tilkynning er send skrifstofu fjármálagreininga lögreglu vegna gruns um peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka þarf eftirfarandi að koma fram:

  • dagsetning tilkynningar,
  • upplýsingar um tilkynningarskyldan aðila, símanúmer og netfang,
  • dagsetning, tegund og fjárhæð viðskipta, tegund fjár og gjaldmiðill,
  • nafn, kennitala og afrit af skilríkjum viðskiptamanns,
  • ástæða gruns.

Frekari gögn og upplýsingar skulu fylgja með ef þörf er á til að varpa frekara ljósi á málið. Þetta gætu t.d. verið: 

  • áreiðanleikakönnun viðskiptamanns, 
  • önnur gögn sem veitt geta upplýsingar um grun t.d. reikningsyfirlit eða kvittanir.


Á árinu 2020 verður tekið í notkun sjálfvirkt tilkynningarkerfi sem verður kynnt frekar þegar það verður tekið í notkun á árinu.