Grunsamleg og óvenjuleg viðskipti
Dæmi um grunsamleg og óvenjuleg viðskipti:
- Viðskiptamaður sannar ekki á sér deili með fullnægjandi hætti.
- Viðskiptamaður gefur ekki upplýsingar um tilgang fyrirhugaðra viðskipta.
- Viðskiptamaður gefur ótrúverðugar upplýsingar, t.d. með hliðsjón af öðrum fyrirliggjandi upplýsingum og umfangi viðskipta.
- Ef um háar fjárhæðir er að ræða þar sem greitt er með reiðufé og háar innlagnir eða úttektir í reiðufé.
- Ef ætla má að viðskipti fari fram í þágu þriðja aðila og viðskiptamaður neitar að veita upplýsingar um þriðja aðila.
- Viðskipti sem ekki virðast hafa fjárhagslegan eða lögmætan tilgang.
- Viðskipti eru óvenjuleg, mikil eða flókin, með hliðsjón af venjubundinni starfsemi viðskiptamannsins.
- Viðskiptamaður dregur sig út úr viðskiptum þegar farið er að afla upplýsinga um tilgang þeirra, uppruna fjármuna eða annarra upplýsinga.
- Viðskiptamaður neitar að svara spurningum vegna áreiðanleikakönnunar.
- Heimilisfang viðskiptamanns er óþekkt eða margir nota sama heimilisfangið þar sem í raun er engin starfsemi eða móttakandi.
- Viðskiptamaður greiðir upp lán á mjög skömmum tíma án viðeigandi skýringa t.d. með reiðufé.
- Greitt er inn á lán af þriðja aðila t.d. lán sem hefur verið í vanskilum og jafnvel greitt með reiðufé.
- Notkun á reikningi viðskiptamanns er ekki í samræmi við upplýsingar sem veittar voru við stofnun reikningsins t.d. varðandi veltu og millifærslur erlendis.
- Viðskiptamaður notar mörgum sinnum sömu skjölin til að gera grein fyrir uppruna fjármagns t.d. erfðaskrá.
- Viðskiptamaður tengist áhættusömu ríki eða ríkjasvæðum.
- Starfsemi eða eignarhald lögaðila er flókið eða óvenjulegt miðað við það sem eðlilegt mætti teljast.