Tilkynningarskylda

Tilkynningarskyldum aðilum er skylt að rannsaka öll viðskipti og fyrirhuguð viðskipti sem grunur leikur á að rekja megi til peningaþvættis eða fjármögnunar hryðju-verka.

Ef við rannsókn á viðskiptum, eða fyrirhuguðum viðskiptum, vaknar upp grunur um að þau séu grunsamleg eða óvenjuleg skal kanna bakgrunn og tilgang viðskiptanna að því marki sem unnt er. Það felst m.a. í því að:

  • afla nauðsynlegra upplýsinga um viðskiptamann og fyrirhuguð viðskipti
  • kanna áreiðanleika fyrirliggjandi gagna
  • leggja sjálfstætt mat á fyrirliggjandi gögn og upplýsingar
  • gera skriflega skýrslu, sbr. 2. mgr. 21. gr. laga nr. 140/2018, þar sem fram kemur m.a.:
    • skrá yfir fyrirliggjandi gögn og upplýsingar
    • aðgerðir sem gripið var til, m.a. varðandi upplýsingaöflun og framkvæmd viðskipta,
    • niðurstöður athugunar, þ.e. hvort senda beri tilkynningu til skrifstofu fjármálagreininga lögreglu.

 

Sjá nánari leiðbeiningar um rannsóknar og tilkynningarskyldu á vef stjórnarráðsins.