Fræðsluefni frá stýrihópi

Dómsmálaráðherra hefur endurskilgreint hlutverk stýrihóps um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og skipað hann að nýju með fulltrúum fleiri aðila sem málið snertir. Hlutverk stýrihópsins er ráðgjöf og stefnumótun í aðgerðum á þessu sviði.

Hlutverk stýrihópsins er eftirfarandi:

  1. Að sinna stefnumótun, tryggja yfirsýn, samvinnu og samstilla varnir gegn peningaþvætti og fjármögnunar hryðjuverka, þar á meðal fjármögnun gereyðingarvopna.
  2. Tryggja eftirfylgni og úrbætur vegna athugasemda FATF (Financial Action Task Force),
  3. Stuðla að samræmdu eftirliti á grundvelli viðeigandi lagaákvæða,
  4. Að vera stjórnvöldum til ráðgjafar í afstöðu til mála hjá FATF,
  5. Taka þátt í innleiðingu og breytingum á regluverki sem snýr að vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og gerð áhættumats,
  6. Stuðla að fræðslu og aukinni þekkingu um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Stýrihópurinn hefur gefið út eftirfarandi fræðsluefni: