Tilkynna um ábyrðarmann

Skv. 1. mgr. 34. gr. laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka er tilkynningarskyldum aðilum skylt að tilnefna sérstakan ábyrgðarmann úr hópi stjórnenda.

Ábyrgðarmaður annast að jafnaði tilkynningar til skrifstofu fjármálagreininga lögreglu í samræmi við 21. gr sömu laga og þarf að hafa skilyrðislausan aðgang að áreiðanleikakönnun viðskiptamanna, viðskiptum eða beiðnum um viðskipti ásamt öllum þeim gögnum sem geta skipt máli vegna tilkynninga.

Tilkynningar um ábyrgðarmann skal senda á netfangið pt@hersak.is 


Sjá nánari leiðbeiningar um ábyrgðarmenn  á vef stjórnarráðsins.