Orðalisti

Annar innherji

Annar innherji er aðili sem hvorki telst fruminnherji né tímabundinn innherji en hefur fengið vitneskju um innherjaupplýsingar, enda hafi viðkomandi vitað eða mátt vita hvers eðlis upplýsingarnar voru. Sem dæmi má nefna leigubílstjóra sem heyrði innherjaupplýsingar frá farþegum. Slíkum innherjum er ávallt óheimilt að eiga viðskipti með fjármálagerninga útgefanda á meðan upplýsingar hafa ekki verið gerðar opinberar.