Orðalisti
Viðurlagaákvörðun
Ef ákærði sækir dómþing
við þingfestingu máls og játar þá háttsemi sem honum er gefin að sök þá má
ákærandi gefa honum kost á að ljúka máli með því að gangast undir sekt. Ef
ákærði fellst á slík málalok og dómari telur viðurlög hæfileg getur hann lokið
máli með ákvörðun sinni um þau viðurlög.