Orðalisti

Ákærufrestun

Með ákærufrestun er útgáfu ákæru frestað um tiltekinn tíma. Skilyrði fyrir beitingu þessa úrræðis er að aðili hafi játað brot sitt. Heimilt er að beita þessu úrræði ef brot er framið af einstaklingi á aldrinum 15-21 árs eða högum sakbornings er þannig háttað að umsjón eða aðrar ráðstafanir samkvæmt 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga megi teljast vænlegri til árangurs en refsingu enda sé broti ekki svo varið að almannahagsmunir krefjist saksóknar.