Orðalisti

Varðhald

Í almennri umræðu er ekki alltaf gerður greinarmunur á hugtökunum varðhaldi og gæsluvarðhaldi og er hugtakið varðhald oft notað jöfnum höndum yfir hugtakið gæsluvarðhald.

Hugtakið varðhald hefur ekki sjálfstæða þýðingu í gildandi lögum en hafði það í tíð eldri laga. Þegar almenn hegningarlög nr. 19/1940 voru sett var refsivist tvenns konar, þ.e. fangelsi og varðhald. Þeir sem gerst höfðu sekir um meiriháttar afbrot voru dæmdir til fangelsisvistar en þeir sem höfðu gerst sekir um smávægileg brot voru dæmdir í varðhald.

Varðhald var afnumið sem viðurlög við refsiverðri háttsemi með lögum nr. 82/1998. Í gildandi lögum eru refsitegundir tvenns konar, þ.e. fangelsi og fésektir.

Tengd orð: