Orðalisti

Skattaskjól

Skattaskjól er staður þar sem einstaklingar og/eða lögaðilar hafa möguleika á að greiða lægri skatta en í heimalandi sínu. Fyrirkomulag í skattaskjólum er oft með þeim hætti að unnt er að stofna félög sem greiða lága eða jafnvel enga skatta auk þess sem stjórnvöld á slíkum stöðum afla oft lítilla eða engra upplýsinga um rekstur og eignarhald félaganna. Með þessu skapa skattaskjólin fyrirtækjum og einstaklingum aðstöðu sem þeir geta nýtt til að komast hjá skattlagningu í heimalandinu.

Auk þess að komast hjá greiðslu skatta hefur sú leynd sem skattaskjólin veita verið nýtt í margvíslegum ólöglegum tilgangi. Aflandsfélög hafa nýst til að fela raunverulegt eignarhald í skráðum félögum.

Tengd orð: