Orðalisti

Saksóknari

Ákærendur eru ríkissaksóknari, héraðssaksóknari og lögreglustjórar. Að auki, í umboði þeirra, vararíkissaksóknari, varahéraðssaksóknari, saksóknarar, aðstoðarsaksóknarar og saksóknarfulltrúar, svo og löglærðir aðstoðarlögreglustjórar. 

Ákærendur hafa það hlutverk að tryggja, í samvinnu við lögreglu, að þeir sem afbrot fremja verði beittir lögmæltum viðurlögum. 

Ákærendur taka m.a. ákvörðun um saksókn, gefa út ákæru í sakamálum og annast flutning þeirra mála fyrir dómi.

Tengd orð: