Orðalisti

Sakavottorð

Ríkissaksóknari heldur sakaskrá fyrir landið allt þar sem skráð eru úrslit sakamála. Í sakaskrá eru færðar tilteknar upplýsingar um sakamál, t.d. dómar, viðurlagaákvarðanir, lögreglustjórasáttir og ákærufrestanir.

Sakavottorð innihalda upplýsingar um sakaferil einstaklings úr sakaskránni með ákveðnum takmörkunum. Óski einstaklingur eftir sakavottorði um sig sjálfan skal hann gera það skriflega í afgreiðslu sýslumanna.