Orðalisti

Rannsókn sakamáls

Að meginstefnu er rannsókn sakamála (opinberra mála) í höndum lögreglu undir stjórn héraðssaksóknara eða lögreglustjóra og markmið rannsóknarinnar að afla allra nauðsynlegra gagna til þess að ákæranda sé fært að ákveða að henni lokinni hvort sækja skuli mann til sakar. Lögregla skal hvenær sem þess er þörf hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki. Þó getur lögregla vísað frá kæru um brot ef ekki þykir grundvöllur til að halda henni áfram, svo sem ef í ljós kemur að kæra hefur ekki verið á rökum reist eða brot er smávægilegt og fyrirsjáanlegt er að rannsókn muni hafa í för með sér óeðlilega mikla fyrirhöfn og kostnað.

Tengd orð: