Ákæruvald og rannsóknir skatta- og efnahagsbrota

Héraðssaksóknari annast rannsókn ýmissa alvarlegra brota gegn ákvæðum almennra hegningarlaga, einkum brot gegn ákvæðum auðgunarbrotakafla laganna.  Þá annast héraðssaksóknari rannsókn alvarlegra brota gegna skatta- og tollalögum, brota gegn lögum sem varða gjaldeyrismál, samkeppni, verðbréf, lánsviðskipti og aðra fjámálastarfsemi, umhverfisvernd, vinnuvernd, stjórn fiskveiða og annarra alvarlegra, óvenjulegra eða skipulagðra fjármunabrota sem tengjast atvinnurekstri eða verslun og viðskiptum.
Héraðssaksóknari höfðar og eftir atvikum sakamál vegna ofangreindra brota.