Skrifstofa fjármálagreininga lögreglu

Skrifstofa fjármálagreininga lögreglu (FIU, Financial Intelligence Unit) annast móttöku tilkynninga á grundvelli laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þar eru upplýsingar greindar og miðlað til hlutaðeigandi yfirvalda til frekari meðferðar, s.s. rannsóknar og saksóknar. Um peningaþvætti sjá nánar hér

Árlega birtir skrifstofa fjármálagreininga lögreglu tölfræðiupplýsingar um fjölda tilkynninga um grunsamleg viðskipti, fjölda tilvika sem hafa verið rannsökuð og fjölda einstaklinga sem hafa verið ákærðir og dæmdir fyrir peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka og verðmæti og tegundir eigna, sem hafa verið kyrrsettar, haldlagðar eða gerðar upptækar á grundvelli laga um meðferð sakamála eða á grundvelli almennra hegningarlaga.  

Ísland er aðili að Financial Action Task Force (FATF) sem er alþjóðlegur framkvæmdahópur sem hefur m.a. gefið út tilmæli um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og eru þau notuð í yfir 180 ríkjum í heiminum í dag.  Vefsvæði FATF.