Orðalisti

Vitni

Vitni er sá sem hefur orðið sjónarvottur að málsatvikum eða skynjað þau að öðru leyti að eigin raun og gefur skýrslu um atvik málsins fyrir dómi og/eða við rannsókn lögreglu, án þess þó að vera aðili málsins eða matsmaður. Sá sem hefur veitt lögreglu eða ákæruvaldi sérfræðilega aðstoð eða ráðgjöf í tengslum við sakamál getur einnig komið fyrir dóm sem vitni. Hverjum manni, sem er orðinn 15 ára, lýtur íslenskri lögsögu og er ekki ákærði eða fyrirsvarsmaður hans, er skylt að koma fyrir dóm sem vitni til að svara munnlega spurningum sem er beint til hans um málsatvik. Það sama á við þá sem veitt hefur ákæruvaldi eða lögreglu sérfræðilega aðstoð eða ráðgjöf áður en mál er höfðað.