Orðalisti

Þrotabú

Þrotabú er bú skuldara sem hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Þegar skuldari, hvort sem það er einstaklingur eða lögpersónu, er úrskurðaður gjaldþrota af héraðsdómara tekur þrotabú skuldarans við öllum fjárhagslegum réttindum og skyldum sem hann átti eða naut við uppkvaðingu úrskurðar um gjaldþrotaskipti nema réttarreglur eða löggerningar kveði á um annað eða það leiði af eðli skyldnanna.

Þrotabúið er sérstök lögpersóna, þ.e. það getur átt eða stofnað til réttinda og stofnað til skuldbindinga.