Orðalisti

Skilorðsbundinn dómur

Skilorðsbundinn dómur er refsidómur þar sem ákvörðun refsingar eða fullnustu refsingar er frestað um tiltekinn tíma gegn því að sakborningur brjóti ekki af sér á þeim tíma.

Heimilt er að setja mönnum frekari skilyrði, svo sem að viðkomandi einstaklingur neyti ekki áfengis, annarra vímuefna o.fl.