Orðalisti

Sakarkostnaður

Til sakarkostnaðar teljast óhjákvæmileg útgjöld vegna rannsóknar sakamáls og meðferðar þess. Lagt skal út fyrir sakarkostnaði úr ríkissjóði.

Ef ákærði er sakfelldur fyrir það brot eða þau brot sem honum eru gefin að sök skal honum gert að greiða sakarkostnað. Ef ákærði er sýknaður af kröfu um refsingu eða önnur viðurlög og mál gegn honum fellur niður þá verður honum ekki gert að greiða sakarkostnað nema hann hafi orðið valdur að kostnaðinum með vísvitandi og ólögmætu framferði við rannsókn máls eða meðferð þess.

Tengd orð: