Orðalisti

Peningaþvætti

Hver sá sem tekur við, nýtir eða aflar sér eða öðrum ávinnings af refsiverðu broti hefur gerst sekur um peningaþvætti sem er sjálfstætt refsivert brot. Það sama á við ef viðkomandi umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu eða ráðstöfun ávinnings. Peningaþvætti getur ýmist verið framið af ásetningi eða gáleysi.