Orðalisti

Lögreglustjórasáttir

Lögreglustjóri hefur almenna heimild til að ljúka máli, sem hann hefur ákæruvald um, með lögreglustjórasátt. Skilyrði fyrir beitingu þessa úrræðis er að viðurlög við broti fari ekki fram úr tímabundinni ökuréttarsviptingu eða verðmæti þess sem gera á upptækt eða fjárhæð sektar fari ekki fram úr nánar tiltekinni fjárhæð og að brotið sé tilgreint á skrá sem ríkissaksóknari gefur út.