Orðalisti
Gjaldþrot
Þegar
skuldari, hvort sem hann er einstaklingur eða lögpersóna, getur ekki staðið í
fullum skilum við lánardrottna sína og að ekki verði talið sennilegt að
greiðsluerfiðleikar hans muni líða hjá innan skamms tíma, þá getur hann eða
lánardrottinn hans óskað eftir gjaldþrotaskiptum hjá dómstólum. Í
grundvallaratriðum felur gjaldþrot í sér að andvirði eigna skuldara er
ráðstafað til greiðslu skulda.