Listi fyrir áhættusöm og ósamvinnuþýðríki

Í 6. gr. laga nr. 140/2018 segir að eftirlitsaðilar eigi að birta tilkynningar og leiðbeiningar ef þörf er á sérstakri varúð í viðskiptum við ríki eða ríkjasvæði sem ekki fylgja alþjóðlegum tilmælum og reglum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Samkvæmt þessu skulu tilkynningarskyldir aðilar gefa aðilum frá nefndum ríkjum sérstakan gaum, m.t.t. aukinnar hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og framkvæma aukna áreiðanleikakönnun í samræmi við 13. og 14. gr. laga nr. 140/2018 en að undanskildum aðilum frá Íslandi.

Fjármálaeftirlit Seðlabankans birtir þennan lista í kjölfar funda FATF hér .