Um héraðssaksóknara

Embætti héraðssaksóknara tók til starfa 1. janúar 2016. Það tekur við öllum verkefnum embættis sérstaks saksóknara, sem lagt er niður frá sama tíma, en einnig verkefnum frá öðrum löggæsluembættum og ríkissaksóknara

Héraðssaksóknari hefur hvort tveggja ákæruvald og fer með lögreglustjórn á sínu verksviði og hefur þannig stöðu og almennar heimildir lögreglustjóra. 

Héraðssaksóknari tekur við öllum verkefnum embættis sérstaks sak­sóknara og að hluta verkefnum frá öðrum löggæsluembættum og ríkissaksóknara auk nýrra verk­efna.