Orðalisti

Húsleit

Með húsleit er gerð leit að mönnum eða munum í húsum sakbornings, geymslustöðum, hirslum, skipum, loftförum, bifreiðum eða öðrum farartækjum hans í því skyni að handtaka hann, rannsaka andlag brots og önnur ummerki eða hafa uppi á mununum sem hald skal leggja á. Meginreglan er sú að lögregla getur einungis framkvæmt húsleit á grundvelli dómsúrskurðar nema fyrir liggi ótvírætt samþykki eiganda eða umráðamanns. Leit er heimil án dómsúrskurðar á víðavangi og í húsakynnum eða farartækjum, sem eru opin almenningi eða hver og einn getur átölulaust gengið um.