Jafnlaunastefna héraðssaksóknara

Stefna héraðssaksóknara er að allt starfsfólk njóti sambærilegra launa og kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Unnið skal markvisst að því að útrýma ómálefnalegum launamun og skal embættið setja sér markmið sem endurspeglar það.

Héraðssaksóknari ber ábyrgð á jafnlaunastefnu embættisins sem tekur til allra sem starfa hjá embættinu. Embætti héraðssaksóknara greiðir laun sem taka mið af þeim kröfum sem starfið gerir.

Ákvarðanir um launabreytingar eru teknar af héraðssaksóknara. Hjá embættinu eru til starfslýsingar fyrir öll störf þar sem fram koma allir megin­þættir starfs. Í stofnanasamningi eru skilgreindir starfaflokkar og þær kröfur sem gerðar eru til starfa.

Til að framfylgja jafnlaunastefnu skuldbindur embættið sig til að skjalfesta, innleiða, viðhalda og bæta stöðugt stjórnun kerfisins í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85 og ákvarða hvernig kröfur hans verða uppfylltar.

Markmið embættisins er að starfsfólk óháð kyni hafi jöfn tæki­færi í starfi, sbr. lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Til að ná markmiðum skuldbindur embættið sig til að:

  • Innleiða vottað jafnlaunakerfi sem byggist á staðlinum ÍST 85, það skjalfest og því viðhaldið.
  • Framkvæma launagreiningu einu sinni á ári þar sem borin eru saman jafnverð­mæt störf og athugað hvort mælist munur á launum eftir kyni.
  • Fara yfir laun alls starfs­fólks embættisins eigi sjaldnar en árlega til að tryggja að samræmis sé gætt í launa­ákvörðunum. Árlega skal kynna fyrir starfsmönnum niðurstöður launagreiningar sem er til úttektar.
  • Bregðast við frábrigðum með stöðugum umbótum og eftirliti.
  • Framkvæma innri úttekt árlega.
  • Halda rýni stjórnenda árlega þar sem jafnlaunamarkmið eru sett fram og rýnd.
  • Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma.
  • Kynna kerfið árlega fyrir starfsfólki embættisins. Stefnan skal einnig vera almenningi aðgengileg á ytri vef embættisins.

Jafnlaunastefnan er jafnframt launastefna embættisins og er órjúfanlegur hluti af launaákvörðunum héraðssaksóknara.

Samþykkt af héraðssaksóknara  2. október 2020.