Orðalisti

Sektargerð

Sektargerð er þegar:

1. Dómari gerir ákærða sekt með samþykki hans. Ef ákærði sækir dómþing og játar þá háttsemi sem honum er gefin að sök þá má ákærandi gefa honum kost á að ljúka máli með því að gangast undir sekt. Ef ákærði fellst á slík málalok og dómari telur viðurlög hæfileg getur hann lokið málið með ákvörðun sinni um þau viðurlög.

2. Þegar stjórnvald, t.d. lögreglustjóri eða lögreglumaður eða yfirskattanefnd, gerir manni sekt án atbeina dómstóla. Skilyrði er að viðurlög við broti fari ekki fram úr sekt að tiltekinni fjárhæð samkvæmt reglugerð sem dómsmálaráðherra setur, sviptingu réttinda eða upptöku eigna.