Orðalisti

Ákæruvaldið

Ákæruvaldið er í höndum ríkissaksóknara, héraðssaksóknara og lögreglustjóra, að undanskildum ríkislögreglustjóra. Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds og fer í samræmi við það með eftirlit og leiðsögn yfir héraðssaksóknara og lögreglustjórum.

Hlutverk ákæruvaldsins, í samvinnu við lögreglu, er að tryggja að þeir sem fremja afbrot verði beittir lögmæltum viðurlögum.