Orðalisti

Símhlustun

Símhlustun er ein þeirra aðgerða sem flokkast undir þvingunarráðstafanir og lögregla getur gripið til við rannsókn sakamála.

Úrræðinu eru settar þröngar skorður lögum samkvæmt og má sem dæmi nefna að það er fortakslaust skilyrði fyrir beitingu þessa úrræðis að fyrir liggi úrskurður dómara.