Orðalisti

Líkamsleit og líkamsrannsókn

Líkamsrannsókn felst í skoðun eða rannsókn sem beinist að líkama manna og þá oftast að einstökum líkamshlutum þeirra. Má sem dæmi nefna að það telst líkamsrannsókn þegar blóð- og þvagsýni eða önnur lífsýni eru tekin úr mönnum. Líkamsrannsókn skal ákveðin með úrskurði dómara nema fyrir liggi ótvírætt samþykki þess sem í hlut á.

Þegar rætt er um líkamsleit er átt við leit á manni í þeim tilgangi að leggja hald á muni sem hann kann að hafa á sér. Hér eiga einnig við þau tilvik þegar leitað er að utanaðkomandi munum, svo sem ávana- og fíkniefnum, sem ætlar er að menn feli innvortis, t.d. eftir að hafa gleypt þá. Líkamsleit skal ákveðin með úrskurði dómara nema fyrir liggi ótvírætt samþykki þess sem í hlut á. Þó er líkamsleit heimil án dómsúrskurðar ef brýn hætta er á að bið eftir úrskurði valdi sakarspjöllum.