Orðalisti

Gjaldþrotaskipti

Gjaldþrotaskipti eru þegar að skuldari er með dómsúrskurði sviptur eignum sínum og öðrum fjárhagslegum réttindum, sem renna til annarrar lögpersónu, þrotabús skuldarans. Markmið gjaldþrotaskipta er að eignum búsins verði komið í verð og andvirðið notað til að greiða kröfur lánardrottna skuldarans.

Skilyrði gjaldþrotaskipta er að skuldari geti ekki staðið í fullum skilum við kröfuhafa sína þegar kröfur þeirra falla í gjalddaga og að ekki verði talið sennilegt að greiðsluerfiðleikar hans muni líða hjá innan skamms tíma.

Tengd orð: